Gufunes Sánafest 2022

Öll sem hafa skráð sig í gusuklúbbinn geta tekið þátt í Gufunes Sánafest 2022.

Fimmtudagur 22. sept. 20.00-23.00 – Laugardalslaug

Tveir sánavagnar verða til staðar við bakka Laugardalslaugar og munu gusuðir bæði frá Danmörku og Íslandi gusa fyrir gesti laugarinnar á þessum tíma.

Frítt í laugina alla þrjá dagana fyrir þau sem bera armbönd viðburðarins.

Föstudagur 23. sept. 12.00 -18.00 – Prepp dagur í Gufunesi

Opin sána fyrir viðburðargesti, gufa og sjór og stuttar popup gusur með engum fyrirvara. Öllum velkomið að taka þátt í stússinu fyrir næsta dag. Spjall og næsheit.

Laugardagurinn 24. sept. kl. 14.00 -20.00 – Sánafest

Gufugusur á hálftíma fresti. Gusurnar verða í formi einnar lotu, um 15 mínútur.

  • Matur og drykkir til sölu á svæðinu.
  • Þjóðmenningarbýlið Þetta Gimli. Yurt tjald til að slappa af í og nærast með ýmsu ívafi.
  • Hera verður með nýmánuathöfn á ströndinni.
Verð: 9.000 kr

Greitt er með Aur-appinu.
Ef þú ert ekki með Aur-appið í símanum þínum geturðu sótt það hér:


Fargufa slf. fargufa.is